Í ljósi þess hve slæm veðurspáin er fyrir seinni hluta dagsins í dag og með hliðsjón af tilkynningu frá Almannavörnum þá hefur mótanefnd HSÍ ákveðið að fresta öllum leikjum sem fram áttu að fara í kvöld.

Leikur ÍBV og Akureyrar annars vegar og leikur Hauka og FH hins vegar í Olís deild karla verða leiknir þriðjudaginn 8.desember á sömu tímum.