Fram varð í kvöld Íslandsmeistarar 3.flokks kvenna eftir að liðið sigraði Fylki 26-23 eftir ótrúlegan viðsnúning í seinni hálfleik en Fylkir leiddi 19-11 í byrjun hálfleiksins.

Staðan í hálfleik var 17-11 Fylki í vil.

Maður leiksins var valin Hekla Rún Ámundadóttir leikmaður Fram en hún átti mjög góðan leik og skoraði 10 mörk.