Fram varð í dag Íslandsmeistarar 3.flokks karla þegar liðið bar sigurorð af Val 23-18 í úrslitaleik í Austurbergi.

Staðan í hálfleik var 10-8 Fram í vil.

Maður leiksins var valinn Arnar Freyr Arnarsson leikmaður Fram en hann átti stórleik í vörn Fram og batt hana gríðarlega vel saman auk þess að skora 3 mörk.