Fræðslunefnd hefur ákveðið að næstu námskeið verði haldin helgina 3. – 5. júní.

Um er að ræða námskeið á 1., 2. og 3. stigi og eru þau áframhald af þeim námskeiðum sem fram fóru í janúar.

Dagskrá námskeiðanna verður gefin út á næstu dögum og verður þá opnað fyrir skráningu.

Nánari upplýsingar um þjálfaraskóla HSÍ má finna á heimasíðu HSí undir fræðsluefni eða með því að senda póst á magnus@hsi.is