Ísland sigraði í dag Frakkland 25-23 í frábærum leik en liðin taka þátt í Gulldeildinni í Noregi um helgina.

Staðan í hálfleik var 15-13 Frökkum í vil.

Frakkar voru sterkari aðilinn í leiknum fyrstu 40 mínúturnar en strákarnir okkar léku mjög vel síðustu 20 mínútur leiksins og náðu að landa góðum sigri.

Þeir Aron Pálmarsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Rúnar Kárason skoruðu allir 4 mörk fyrir íslenska liðið. Þá varði Aron Rafn Eðvarðsson 11 bolta í markinu.

Ísland mætir á morgun Dönum í lokaleik liðanna í Gulldeildinni og hefst hann kl.19.30 í beinni á RÚV 2.