Stjörnukonur unnu í kvöld öruggan sigur á Haukum í lokaleik undanúrslita Flugfélags Íslands mótsins.

Strax í upphafi voru það Stjörnustúlkur sem tóku öll völd á vellinum og í hálfleik höfðu þær 10 marka forskot, 20-10.

Í seinni háflleik jafnaðist leikurinn og liðin skiptust á að skora, lokatölur 36-24 Stjörnunni í hag.

Markahæstar í Stjörnunni voru Rakel Dögg Bragadóttir með 6 mörk og Helena Rut Örvarsdóttir með 5 mörk.

Markahæstar í Haukum voru Ramune Pekarskyte með 8 mörk og Vilborg Pétursdóttir með 5 mörk.

Það verða því Fram og Stjarnan sem mætast í úrslitum Flugfélags Íslands móts kvenna á morgun kl. 18.30 á Seltjarnarnesi.