Undanúrslit á Flugfélags Íslands mótinu hófust í dag með Reykjavíkur slag kvennaliða Fram og Vals.

Það voru Valsstúlkur sem höfðu frumkvæðið í byrjun og komust í 7-2 en Framliðið kom sterkt til baka og hafði minnkaði muninn í eitt mark 12-11 þegar flautað var til hálfleiks.

Jafnt var á með liðunum fyrstu 10 mínútur seinni hálfleiks en þá kom góður leikkafli hjá Fram sem slitu sig frá Valsstúlkum. Fram liðið komst mest 5 mörkum yfir en vann að lokum 3 marka sigur, 26-23.

Markahæstar í liði Fram voru Ragheiður Júlíusdóttir með 6 mörk og Hildur Þorgeirsdóttir og Steinunn Björnsdóttir með 5 mörk.

Markahæstar í liði Vals voru Diana Satkausaite með 10 mörk og Morgan Marie Þorkelsdóttir með 6 mörk.