Það voru Framkonur sem tryggðu sér í kvöld Flugfélags Íslands bikarinn 2016 eftir eins marks sigur á Stjörnunni í hörkuleik.

Liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik, en að honum loknum hafði Fram 2 marka forystu, 11-9.

Fram hafði frumkvæðið nánast allan síðari hálfleikinn og var 2-4 mörkum mest allan tímann, en með góðum lokakafla tókst Stjörnustúlkum að minnka muninn í eitt mark og gátu jafnað á lokasekúndunum. En allt kom fyrir ekki og það var Fram sem fagnaði 1 marks sigri, 23-22.

Markahæstar í liði Fram voru Ragnheiður Júlíusdóttir með 6 mörk og Steinunn Björnsdóttir með 5 mörk.

Markahæstar í liði Stjörnunnar voru Helena Rut Örvarsdóttir með 7 mörk og Stefanía Theodórsdóttir með 5 mörk.