FH og Haukar mættust í frábærum leik í kvöld, strákarnir buðu uppá mikla skemmtun og dramatík frá upphafi til enda.

Haukar voru skrefinu á undan mest allan fyrri hálfleik en þó var munurinn aldrei meiri en 2 mörk. Staðan í hálfleik 14-13 fyrir Hauka.

Í síðari hálfleik var jafnt á nánast öllum tölum, þangað til 2 mín voru til leiksloka þegar FH náði tveggja marka forystu. Þá forystu náðu Haukar ekki að brúa og eftir spennandi lokasekúndur voru það FHingar sem fögnuðu sigri, 24-25.

Markahæstir í liði FH voru Ásbjörn Friðriksson með 9 mörk og Einar Rafn Eiðsson og Ágúst Birgisson skoruðu 4 mörk hvor.

Markahæstir í liði Hauka voru Daníel Ingason með 9 mörk og Andri Heimir Friðriksson með 8 mörk.

Það verða því FH og Afturelding sem mætast í úrslitum Flugfélags Íslands mótinu, annað kvöld kl.20.15 á Seltjarnarnesi.