FH varð í kvöld Flugfélags Íslands meistari karla eftir stórsigur á Aftureldingu í úrslitaleiknum.

Leikurinn varð í raun aldrei spennandi, FH náði strax í fyrri hálfleik góðum tökum á leiknu, hálfleikstölur 6-15.

Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningnum og FH vann sanngjarnan sigur 20-32.

Markahæstir í liði FH voru Ágúst Birgisson með 8 mörk og Einar Rafn Eiðsson með 7 mörk.

Markahæstir í liði Aftureldingar voru Elvar Ásgeirsson með 7 mörk og Árni Bragi Eyjólfsson með 6 mörk.