Afturelding er komin í úrslitaleik Flugfélags Íslands mótsins eftir sigur á Val í æsispennandi leik fyrr í dag.

Leikurinn var spennandi og skemmtilegur frá fyrstu mínútu og staðan var jöfn í hálfleik, 10-10.

Í síðari hálfleik sigu Mosfellingar framúr en þó var munurinn yfirleitt ekki meiri en 1-2 mörk. Valsmenn voru alltaf skammt undan en það var ekki nóg því Afturelding vann að lokum 25-23.

Markahæstu leikmenn Aftureldingar voru þeir Árni Bragi Eyjólfsson með 7 mörk og Elvar Ásgeirsson með 6.

Markahæstu leikmenn Vals voru þeir Ýmir Örn Gíslason og Anton Rúnarsson með 6 mörk hvor.