Ísland vann Ítal­íu öðru sinni á fjór­um dög­um þegar liðin mætt­ust í Laug­ar­dals­höll í dag, 27:21, og er komið á topp síns riðils í undan­keppni HM kvenna í hand­knatt­leik.

Eft­ir jafn­an leik fyrstu mín­út­urn­ar náði ís­lenska liðið góðu for­skoti þegar leið á seinni hálfleik­inn með frá­bær­um varn­ar­leik og Flor­ent­inu Stanciu í mikl­um ham í mark­inu. Hún lokaði nán­ast mark­inu og staðan var 13:7 í hálfleik. Munur­inn hefði hæg­lega getað verið meiri ef Ísland hefði nýtt hraðaupp­hlaup sín bet­ur en tals­vert var um klaufa­leg mis­tök.

Í byrj­un seinni hálfleiks kom eini virki­lega slæmi kafli ís­lenska liðsins sem skoraði ekki mark fyrr en eft­ir sex og hálfa mín­útu af hon­um. Það var Kar­en Knúts­dótt­ir sem hjó á hnút­inn með einu af 11 mörk­um sín­um en hún bar uppi sókn­ar­leik ís­lenska liðsins og skoraði nán­ast að vild. Kar­en og Flor­ent­ina áttu báðar stór­leik fyr­ir Ísland í dag.

Gest­irn­ir náðu að minnka mun­inn í þrjú mörk, 13:10 og 14:11, en svo stakk Ísland aft­ur af og mun­ur­inn fór mest í 10 mörk, 26:16.

Efsta lið riðils­ins kemst í um­spil um sæti á HM og Ísland er nán­ast ör­uggt um að landa því sæti eft­ir sig­ur­inn í dag. Næsti leik­ur Íslands er gegn Makedón­íu í Laug­ar­dals­höll á miðviku­dags­kvöld kl. 19.30, og riðlakeppn­inni lýk­ur í Skopje næst­kom­andi laug­ar­dag þegar Ísland sæk­ir Makedón­íu heim. Ísland vann úti­leik­inn gegn Ítal­íu 26:17 en á báða leik­ina við Makedón­íu eft­ir. Ítal­ía vann báða leiki sína gegn Makedón­íu.

Tekið af mbl.is.