Fjölnir varð í dag Íslandsmeistarar 4.flokks kvenna eldri þegar liðið sigraði HK 26-24 í ótrúlegum tvíframlengdum leik í Austurbergi.

Staðan að lokinni fyrri framlengingu var 23-23 og að loknum venjulegum leiktíma var staðan 19-19.

Maður leiksins var valin Andrea Jacobsen leikmaður Fjölnis en hún átti stórleik og var með 13 mörk.