Það var mikið um að vera í Strandgötunni í dag þar sem undanúrslit deildarbikarsins fóru fram. Leikirnir voru hraðir og skemmtilegir, fjölmargir áhorfendur mættu og nutu þessu að komast í burtu frá jólakræsingunum.

FÍ bikarinn, undanúrslit kvenna:

Fram – Grótta                 27-26

Valur – ÍBV                     30-27

FÍ bikarinn, undanúrslit karla:

Valur – Fram                  26-20

Haukar – Afturelding    24-23

Úrslitaleikir FÍ deildarbikarsins verða spilaðir á morgun (mánudaginn 28.desember), í kvennaflokki mætast Fram og Valur kl.18.30 og strax á eftir eða kl.20.30 mætast Haukar og Valur í karlaflokki.

Leikirnir eru sýndir á
SportTV.

Nánari umfjöllun um Flugfélags Íslands deildarbikarinn má finna á www.facebook.com/hsi.iceland/