Það var Fram sem hafði sigur í þessum frábæra og stórskemmtilega úrslitaleik á móti Val.

Fram hóf leikinn af miklum krafti og komust meðal annars í 5-1 en leikurinn jafnaðist eftir það. Það var þó Fram sem hafði yfirhöndina í hálfleik, 16-9.

Í byrjun síðari hálfleiks leit út fyrir að Fram væri að stinga af, þær náðu mest 10 marka forystu 21-11 snemma í hálfleiknum, en þá kom ótrúlegur kafli Valsstúlkna sem jöfnuðu metin 22-22 þegar 12mínútur voru til leiksloka. Lokamínúturnar voru æsispennandi en að lokum var það Fram sem hafði sigur 26-24.

Markaskorarar Fram í leiknum

Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Hekla Rún Ámundadóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 3, Hulda Dagsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.:

Markaskorarar Vals í leiknum:

Kristín Guðmundsdóttir 8, Morgan Marie Þorkelsdóttir 7, Sigurlaug Rúnarsdóttir 4, Íris Ásta Pétursdóttir Viborg 3, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1, Eva Björk Hlöðversdóttir 1.