Eins og undanfarin ár fer Deildarbikar HSÍ og Flugfélags Ísland fram milli jóla og nýárs.

Þar keppa fjögur efstu lið Olísdeildar karla og kvenna í Strandgötu í Hafnarfirði og iðulega skapast góð stemming þegar fólk lítur upp úr jólabókunum og kíkir á knattleik.

Sunnudaginn 27. desember eru spiluð 4 liða úrslit og kvöldið eftir, mánudaginn 28. desember eru úrslitaleikirnir. Miðaverð er 1000kr á dag.

Hér fyrir neðan má sjá leikjaplanið.