FH er Coca-Cola bikarmeistari í 4.flokki karla E eftir sigur á grönnunum í Haukum í úrslitaleik í Laugardalshöll, 25-24. Haukar höfðu eins marks forystu í hálfleik, 13-12.

Mörk FH: Gísli Þorgeir Kristjánsson 8, Örvar Eggertsson 6, Eyþór Örn Ólafsson 4, Daníel Örn Griffin 3, Mímir Sigurðsson 2, Helgi Freyr Sigurgeirsson 1, Þórhallur Ísak Guðmundsson 1.

Varin skot: Oliver Snær Ægisson 11.

Mörk Hauka: Darri Aronsson 11, Kristinn Pétursson 5, Karl Pétursson 3, Kristófer Kárason 2, Orri Þorkelsson 2, Gunnar Hlynsson 1.

Varin skot: Andri Scheving 16.

Maður leiksins: Darri Aronsson, Haukum.