Laugardagurinn 31. október er seinasti dagur félagaskipta hjá leikmönnum í meistaraflokki.

Reglugerð um félagaskipti og samninga má finna HÉR!

Í 10. grein reglugerðar um félagaskipti og samninga segir:

Leikmönnum sem leika með meistaraflokki skal heimilt að ganga í lið hér á landi á tímabilinu frá 1. júní til 1. nóvember ár hvert og einnig frá 7. janúar til 1. febrúar ár hvert. Það sama skal gilda um leikmenn eldri en 17 ára sem ekki leika með meistaraflokki.

Leikmönnum 17 ára og yngri er heimilt að skipta um félag á tímabilinu 1. júní til 1. febrúar ár hvert.

Tímabundin félagaskipti er heimil á tímabilinu 1. júní til 1. febrúar ár hvert.

Þó er vert að benda á neðangreinda undanþágu vegna tímabundinna félagaskipta (14. grein):

Lágmarkstími tímabundinna félagaskipta er 1 mánuður og hámarkstími tímabundinna félagaskipta skal vera eitt keppnistímabil.

Samningsfélagi er heimilt fyrir 1.mars ár hvert að stytta tímabundin félagaskipti leikmanna sinna einhliða, svo framarlega sem lágmarkstíma sé náð. Nýti samningsfélag sér þessa heimild skal það gert með tilkynningu um félagaskipti. Leikmaður fær keppnisleyfi með samningsfélagi sínu að nýju 4 dögum eftir að tilkynningin er sannarlega móttekin af HSÍ.

Öll erlend félagaskipti þurfa að vera full kláruð fyrir kl. 16, föstudaginn 31. október. Til þess að hægt sé að klára erlend félagaskipti þarf að uppfylla öll skilyrði um keppnisleyfi (13. grein)

Keppnisleyfi er gefið út af HSÍ þegar öllum skilyrðum reglugerðarinnar er fullnægt þ.m.t.:

· Eyðublað um félagaskipti hefur verið undirrituð af báðum liðum og leikmanni.

· Eintak HSÍ af leikmannasamningi hefur verið afhent HSÍ.

· Greiðsla á félagaskiptagjaldi hefur verið móttekin.

· Staðfesting hefur borist frá öðrum handknattleikssamböndum ef það á við.

· Staðfesting frá Útlendingastofnun um atvinnu- og dvalarleyfi ef það á við, sbr. þó undantekningarákvæði í 7. mgr. 17. greinar.

· Afhent hafa verið önnur gögn sem nauðsynleg eru til að af félagaskiptum geti orðið.

· Keppnisleyfi getur þó aldrei orðið lengra heldur en atvinnu og dvalarleyfi segir til um.

· Félag sem gengið er í er ekki í vanskilum við HSÍ

Móttökudagur tilkynningar um félagaskipti er sá dagur þegar öllum skilyrðum reglugerðarinnar hefur verið fullnægt

Hægt er að skila inn innlendum félagaskiptum til miðnættis á laugardaginn en það er á ábyrgð félaga að öllum ofangreindum skilyrðum sé fullnægt svo unnt sé að gefa út keppnisleyfi strax eftir helgi.