Karlalið Hauka og ÍBV og kvennalið Fram spila í Evrópukeppni nú um helgina.

Karlalið Hauka spilar við makedóníska liðið HC Zomimak að Ásvöllum. Fyrri leikurinn er spilaður á föstudag kl.20.00 en á laugardaginn bjóða Haukar til mikillar handboltaveislu. Fyrst er það leikur kvennaliðs Hauka og Stjörnunnar kl.13.30 og þar á eftir leika Haukar og HC Zomimak síðari leik sinn kl.16.00. Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu RÚV.

Karlalið ÍBV mætir ísraelska liðinu Hapoel Ramat í Eyjum. Fyrr leikurinn fer fram föstudagskvöld kl.19.30  en seinni leikurinn á sunnudag kl.13.00.

Kvennalið FRAM mætir bosníska liðinu Grude Autoherc í Safamýrinni. Fyrri leikurinn er á föstudag kl. 19.00 en seinni leikurinn á laugardag kl.18.00.