Yfirlýsing frá Handknattleiksdeild Vals

Vegna ferðatakmarkana og sóttvarnarákvæða af völdum kórónuveirufaraldursins, sér stjórn handknattleiksdeildar Vals sér ekki fært annað en að draga karlalið sitt úr Evrópukeppninni í handbolta í ár.

Stjórnin telur þetta það eina ábyrga sem hægt er að gera í stöðunni eins og hún er í dag. 

Stjórnin vill ekki setja leikmennina, fjölskyldur þeirra eða nokkurn annan í óþarfa áhættu á því að smitast, eða smita aðra, af kórónuveirunni. 

Handbolti er mikilvægur en ekki mikilvægari en líf og heilsa fólks.

Framundan eru svo spennandi leikir í keppnum hér heima og þar ætlar karlalið Vals sér stóra hluti.