Í morgun var dregið í næstu umferð Challenge Cup karla í höfuðstöðvum EHF í Austurríki og því er ljóst á móti hverjum íslensku liðin spila í næstu umferð.

Kvennalið Hauka vann báða leikina gegn ítalska liðinu Jomi Salerno, samanlagðar tölur 50-41. Haukaliðið mætir í næstu umferð hollenska liðinu Virto/Quintus, en þær fóru fóru auðveldlega í gegnum andstæðinga sína í seinustu umferð og unnu með samtals 50 marka mun. Leikir Hauka og Virto/Quintus fara fram í byrjun í febrúar.

Karlalið Vals vann góðan sigur á Hasslum frá Noregi í seinustu umferð, samanlagðar tölur 56-49.  Valsarar fara til Svartfjallalands í næstu umferð og mæta þar RK Partizan 1949. Leikir Vals og RK Partizan fara fram í lok febrúar.