Dregið var í Evrópukeppnum félagsliða í höfuðstöðuvum EHF í Vínarborg í morgun. Sjö íslensk lið eru skráð til leiks og verður það karlalið Vals sem hefur leik fyrst íslenskra liða þetta árið en þeir mæta RK Porec frá Króatía helgina 28. – 29. ágúst.

Hér má sjá gegn hverjum íslensku liðin drógust:

EHF European Cup kvenna (2. umferð):
Bekament Bukovicka Banja (Serbía) – Valur
AC PAOK Saloniki (Grikkland) – ÍBV
KHF Istogu (Kósovó) – KA/Þór

Fyrri leikirnir liðanna fara fram 16. & 17. október og þeir síðari 23. & 24. október.

EHF European Cup karla (1. umferð):
KH ISMM Koprinice (Tékkland) – Selfoss

Selfoss leikur fyrri leikinn helgina 11. – 12. september og þann síðari 18. – 19. september.

EHF European Cup karla 2. umferð:
Parnassos Strovolou (Kýpur) – Haukar
Koprinice / Selfoss – RK Jeruzalem Ormoz (Slóvenía)
FH – SKA Minsk (Hvíta-Rússland)

Fyrri leikirnir liðanna fara fram 16. & 17. október og þeir síðari 23. & 24. október.

EHF European League karla (forkeppni):
RK Porec (Króatía) – Valur

Valur leikur fyrri leikinn helgina 28. – 29. ágúst og þann síðari 4. – 5. september.