Evrópukeppni | Valur mætir Lemgo í EHF EuropeanLeague

Í morgun var dregið í aðra umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar en Valsmenn voru í pottinum eftir góðan sigur á RK Porec frá Króatíu í síðustu viku.

Valur dróst gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum í TBV Lemgo Lippe frá Þýskalandi, þess má geta að Lemgo er ríkjandi bikarmeistari þar í landi eftir frækinn sigur á Melsungen í bikarúrslitum sl. vor.

Fyrri leikur liðanna fer fram í Origo höllinni þriðjudaginn 21. september nk. en síðari leikurinn fer fram í Lemgo viku síðar.