Evrópukeppni | Valur í riðlakeppni Evrópudeildar

EHF tilkynnti í dag að Íslands- og bikarmeistarar Vals fengju sæti í Evrópudeildinni í handknattleik karla á næstu leiktíð. Valur fer beint í riðlakeppnina en leikið er heima og heiman og stendur keppnin frá 25. október – 28. febrúar nk.

Evrópudeildin er næst sterka deild evrópukeppninnar á eftir Meistaradeildinni, í keppninni er flest meistaralið og því ljóst að Valsmenn máta sig við þá bestu Evrópu á komandi keppnistímabili.

HSÍ óskar Valsmönnum til hamingju með áfangann sem er frábær viðurkenning fyrir Val og íslenskan handbolta.


Handbolti.is ræddi við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals eftir að þetta varð ljóst í morgun og er hægt að lesa viðtal við hann hér: https://www.handbolti.is/valur-fer-beint-i-evropudeildina-risastort-fyrir-okkur/