Evrópukeppni | Íslensks lið á faraldsfæti

Í dag var dregið í næstu umferð í Evrópukeppnum í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg og voru þrjú íslensk lið í pottunum, Haukar í karlaflokki og ÍBV og KA/Þór í kvenna flokki.

Í 32 liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna dróst KA/Þór gegn spænska liðinu Club Balonmano Elche en ÍBV heldur aftur til Grikklands og leikur nú við AEP Panorama. KA/Þór hefur leik á heimavelli en ÍBV á útivelli. Fyrri leikir liðanna fara fram 13. eða 14. nóvember og seinni leikirnir viku síðar.

Karlalið Hauka voru í efri styrleikaflokki fyrir dráttinn í 32 liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar, þeir drógust gegn CSM Focsani 2007 frá Rúmeníu. Haukar leika fyrri leik sinn í Rúmeníu 27. eða 28. nóvember næstkomandi og viku siðar leika liðin á Ásvöllum.