Evrópukeppni | ÍBV mætir Malaga

Dregið var í átta liða úrslita Evrópubikarkeppni kvenna í morgun en ÍBV var meðal liða í pottinum.

ÍBV dróst gegn Costa del Sol Malaga frá Spáni en liðið er ríkjandi meistari Evrópubikarkeppninnar. ÍBV leikur fyrri leikinn heima en leikið verður 12. eða 13. febrúar í Vestmannaeyjum og 19. eða 20. febrúar ytra.

Komst ÍBV áfram í undanúrslit þá mæta þær annað hvort ZRK Bekament Bukavicka Banja frá Serbíu eða HC DAC Dunajská Streda frá Slóvakíu.

ÍBV hefur átt góðu gengi að fagna í Evrópubikarnum í ár og verður fróðlegt að fylgjast með viðureign þeirra gegn spænska liðinu.