Evrópubikar kvenna | Ljóst hverjum Valskonur og ÍBV mæta

Í dag var dregið í 32-liða úrslitum Evrópukeppni kvenna en Valur og ÍBV voru þar í pottinum eftir góða sigra í síðustu umferð.

Valur drógst gegn CB Elche frá Spáni og ÍBV mætir Madeira Andebol SAD frá Portúgal.

Valur og ÍBV leika heimaleiki sína 3. eða 4. desember og útileikina viku síðar.