Evrópubikar EHF | Valsmenn mæta CSA Steaua Bucaresti

Dregið var í 8-liða úrslit Evrópubikars EHF karla í morgun og voru Valsmenn í pottinum eftir að hafa sigrað lið Metaloplastika frá Serbíu í 16-liða úrslitum síðustu helgi.

Valsmenn drógust í morgun gegn stórliði CSA Steaua Bucaresti frá Rúmeníu. Valsmenn hefja leik á útivelli 23. eða 24. mars og heimaleikurinn fer fram 30. eða 31. mars í N1 höllinni.