Í haust var farið í endurskoðun á þýðingu á námskrá EHF um þjálfaramenntun og leiddi Aron Kristjánsson þá vinnu. Eins hefur verið unnið að breytingum á heildarskipulagi þjálfaramenntunnar hér á landi og það aðlagað að Rinck áætlun evrópska handknattleikssambandsins (EHF). 

Framtíðarsýnin er að innan fjögurra ára þurfi allir handknattleiksþjálfarar að hafa menntun til að mega starfa sem þjálfarar svipað og þekkist annarsstaðar í Evrópu.

Þjálfaramenntunin skiptist í þrjú stig sem eru kennd hér heima og svo MasterCoach sem þjálfarar þurfa að sækja erlendis. Til að geta talist útskrifaður á einhverju stigi þarf að hafa klárað alla hluta námsins á því tiltekna stigi.Sérstök matsnefnd metur þjálfara inn í kerfið og er þar tekið mið af námi, reynslu o.fl.

Verið er að leggja lokahönd á fyrstu námskeiðin sem eru haldin 8.-10. janúar og verða þau auglýst síðar í vikunni. 

Frekari upplýsingar, magnus@hsi.is

1. stig – Barnaþjálfun (12 ára og yngri)

1.
7. og 8. flokkur, helgarnámskeið. 18 tímar 

2.
Bókleg íþróttafræði, fjarnám (ÍSÍ, 1. hluti)  30 tímar

3.
6. flokkur, helgarnámskeið. 18 tímar

2. stig – Unglingaþjálfun (yngri flokkar að meistaraflokki)

1.
3. – 5. flokkur, helgarnámskeið. 25 tímar

2.
Bókleg íþróttafræði, fjarnám (ÍSÍ, 2. hluti). 50 tímar

3.
Verkefni, áætlanagerð (ársplan, vikuplan, tímaseðill). 20 tímar

4.
Styrktarþjálfun, helgarnámskeið. 25 tímar

5.
Vettvangsnám, skýrsla. 35 tímar

6.
3. – mfl., helgarnámskeið. 25 tímar

3. stig – Meistaraflokksþjálfun/Afreksþjálfun 

1.
Mfl þjálfun, helgarnámskeið. 20 tímar

2.
Íþróttafræði, fjarnám  60 tímar

3.
Styrktarþjálfun, helgarnámskeið. 20 tímar

4.
Mfl þjálfun, helgarnámskeið. 20 tímar

5.
Verkefni, ársplan-skipulag. 20 tímar

6.
Vettvangsnám, heimsókn til liðs og mentor fyrir þjálfara á 2. stigi. 40 tímar

7.
Mfl þjálfun, helgarnámskeið. 20 tímar