EM kvenna | Norðmenn Evrópumeistarar

Í kvöld varð Noregur Evrópumeistari í handknattleik kvenna í níunda sinn eftir sigur á Danmörku, 27 – 25. Þórir Hergeirsson náði þeim frábæra árangri með sigrinum í kvöld að tryggja norska liðinu fimmta Evrópumeistaratitil Noregs undir sinni stjórn og er þetta níunda skipið sem norska liðið vinnur gull verðlaun eftir að hann tók við sem aðalþjálfari liðsins.

Til hamingju Þórir og til hamingju Noregur!