Upphitun fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Slóvena á Evrópumótinu í dag hefst klukkan 12 á sama stað og fyrir fyrri leiki íslenska landsliðsins í keppninni, þ.e. Paddys Restaurang. 

Eru Íslendingar sem eru í Malmö og ætla á leikinn hvattir til að mæta á Paddys og mynda þar saman góða stemningu fyrir leikinn í dag sem hefst klukkan 16 í Malmö Arena.

Einar Andri Einarsson úr þjálfarateymi íslenska landsliðsins mætir á svæðið klukkan 13 og fer yfir leikinn eins og honum einum er lagið.

Hægt verður að kaupa treyjur íslenska landsliðsins milli 12 – 14.

Allir saman nú – áfram Ísland!

#handbolti #strakarnirokkar #ehfeuro2020 #dreamwinremember