Ísland og Þýska­land mætt­ust í vináttu­lands­leik karla í hand­knatt­leik í Laug­ar­dals­höll­inni klukk­an 19.30. Ísland sigraði 25:24 eft­ir jafn­an leik en staðan að lokn­um fyrri hálfleik var 12:12. 

Björg­vin Páll Gúst­avs­son tryggði Íslend­ing­um sig­ur með góðri markvörslu í síðustu sókn Þjóðverja. Sig­ur­berg­ur Sveins­son skoraði sig­ur­markið á 59. mín­útu en hann var áræðinn í skyttu­stöðunni vinstra meg­in í leikn­um. Hann var marka­hæst­ur ásamt Al­ex­and­er Peters­syni en þeir skoruðu 5 mörk hvor. Aron Rafn Eðvarðsson varði 5 skot í fyrri hálfleik og Björg­vin 7 í þeim seinni en þar af voru tvö víta­köst.

Þjóðverj­ar sigruðu í fyrri leik liðanna í gær 31:24 og unnu liðin því sitt hvorn leik­inn í þess­ari heim­sókn Þjóðverja.

Íslenska liðið nokkuð öfl­uga vörn á köfl­um í leikn­um og það var já­kvætt. Sókn­ar­leik­ur­inn var upp og ofan en gekk ágæt­lega í stöðunni 6 á móti 6. Þá var leik­ur­inn í járn­um en sveifl­urn­ar í leikn­um komu þegar annað hvort liðið missti mann út af í 2. mín­út­ur.

Tekið af mbl.is.