Íslenska landsliðið í hand­knatt­leik karla vann það danska með eins marks mun, 30:29, í Ála­borg í kvöld í kapp­leik á fjög­urra þjóða æf­inga­móti fyr­ir heims­meist­ara­mótið. Ísland var marki yfir í hálfleik, 18:17, og lét for­yst­una aldrei af hendi í síðari hálfleik. Þetta var tví­mæla­laust besti leik­ur ís­lenska landsliðsins frá Evr­ópu­meist­ara­mót­inu fyr­ir ári síðan.

Óhætt er að segja að ís­lenska liðið hafi sent skýr skila­boð um styrk­leika sinn því Dan­ir tapa ekki á hverj­um degi á heima­velli með sitt sterk­asta lið og full hús áhorf­enda á bak við sig.

Eins og áður seg­ir þá hafði ís­lenska liðið yf­ir­hönd­ina all­an síðari hálfleik. Það komst með fimm mörk yfir, 22:17. Sókn­ar­leik­ur­inn var frá­bær þar sem Aron Pálm­ars­son, Al­ex­and­er Peters­son, Ásgeir Örn Hall­gríms­son og Ró­bert Gunn­ars­son fóru á kost­um og voru fremst­ir meðal jafn­ingja.

Varn­ar­leik­ur­inn var góður í síðari hálfleik og þá vaknaði Aron Rafn Eðvarðsson af vær­um blundi í mark­inu og varði vel.

Það eru eng­ar ýkj­ur að um er að ræða besta leik ís­lenska landsliðsins frá því á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu fyr­ir ári síðan. End­ur­koma Arons Pálm­ars­son­ar í landsliðshóp­inn gjör­breyt­ir sókn­ar­leikn­um.

Þetta var fyrsti leik­ur Dana gegn Íslend­ing­um eft­ir að Guðmund­ur Þórður Guðmunds­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari Íslands, tók við þjálf­un danska landsliðsins í sum­ar.

Loka­leik­ur Íslands á mót­inu og fyr­ir heims­meist­ara­mótið í Kat­ar verður við Slóvena í Árós­um á morg­un og hefst kl. 13.45.

Mörk Íslands: Al­ex­and­er Peters­son 7, Ró­bert Gunn­ars­son 5, Stefán Rafn Sig­ur­manns­son 5, Aron Pálm­ars­son 4, Ásgeir Örn Hall­gríms­son 4, Arn­ór Þór Gunn­ars­son 3/​3, Bjarki Már Gunn­ars­son 1, Snorri Steinn Guðjóns­son 1.

Var­in skot: Aron Rafn Eðvarðsson 10 (þaraf 2 til mót­herja). Björg­vin Páll Gúst­avs­son 2.

Tekið af mbl.is.