Íslenska liðið spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleikur þar sem Noregur átti engin svör. Noregur átti ekki eitt hraðaupphlaup gegn í fyrri hálfleik þar sem sóknarleikur íslenska liðsins  var mjög skipulagður og fáir feilar en það hafði verið þeirra helsti styrkleiki frmaan af móti. staðan í hálfleik var 13-7 fyrir okkur. Í seinni hálfleik hélt íslenska liðið áfram en um miðbik seinni hálfleiksins sótti norska liðið hart að því íslenska með framliggjandi vörn. Íslenska liðið hélt þó út með öguðum sóknarleik og kláraði leikinn 23-22. Geggjaður leikur með góðri liðsheild, allar lögðu sig fram sem skilaði okkur 9.sætinu í mótinu.

Þess má til gamans geta að þetta er í fyrsta skiptið sem íslenskt lið vinnur Rússa og var efst á öllum norðurlanda þjóðunum.

 Markaskor Íslands: Elín Rósa Magnúsdóttir 8, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 4, Selma María Jónsdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 1, Linda Björk Brynjarsdóttir 2, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 1, ‘Ida Margrét Stefánsdóttir 1, Valgerður Ósk Valsdóttir 1

Andrea GUnnlaugsdóttir varði 15 skot í marki Íslands.