EHF | Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson í Heiðurshöll EHF

Rétt í þessu lauk galakvöldverði EHF þar sem fagnað var 30 ára afmæli Evrópska handknattleikssambandinu í Vínarborg. Af því tilefni ákvað EHF að kynna fyrstu 60 leikmenn sem skarað hafa framúr á handboltavellinum síðustu 30 ár inn í Heiðurshöll EHF. Fyrstu leikmennirnir í heiðurshöllina eru 30 konur og 30 karlar eftir leikstöðum handboltans, HSÍ átti þar tvo fulltrúa en það eru þeir Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson.

Ólafur Stefánsson lék 330 A landsleiki á sínum ferli og skoraði í þeim 1570 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson lék 365 A landsleiki og skoraði í þeim 1879 mörk og er markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Bæði Ólafur og Guðjón Valur voru í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsliðinu á EM 2010 í Austurríki.

HSÍ óskar Ólafi og Guðjóni Val hjartanlega til hamingju með sætið í Heiðurshöll EHF.

Photo credit is EHF/kolektiff.