Í morgun var dregið í 3. umferð Evrópubikarkeppni EHF en KA/Þór var í pottinum. Þetta er í fyrsta skipti sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni í handbolta.

KA/Þór dróst á móti Jomi Salerno frá Ítalíu, áætlað er að KA/Þór leiki útileikinn í Salerno 14. eða 15. nóvember nk. og heimaleikinn viku síðar.

Þess má geta að Jomi Salerno mætti liði Hauka í Áskorendabikar Evrópu 2016, Haukar unnu báðar viðureignir