Í dag var dregið í EHF European Cup, kvennalið Val hefur leik í 1. umferð keppninnar en karlalið Aftureldingar í 2. umferð.

Valsstelpur drógust gegn spænska liðinu Rincon Fertilidad Malaga, fyrri leikurinn fer fram helgina 10. – 11. október en síðari leikurinn viku seinna.

Mótherjar Aftureldingar eru Granitas Kaunas frá Litháen, fyrri leikur þeirra fer fram helgina 14. – 15. nóvember en síðari leikurinn viku seinna.