Í hálfleik á leik Vals og Akureyrar í Olís deild karla á laugardaginn verður dregið í 16 liða úrslit karla og kvenna í Coca Cola bikarnum.

Leikur Vals og Akureyrar hefst kl.16.00 í Vodafone Höllinni og verður leikurinn og bikardrátturinn í beinni á RÚV.

Í pottinum karlamegin eru: Afturelding, Akureyri, FH, Fjölnir 1, Fram, Grótta 1, Haukar 1, Haukar 2 eða ÍBV 2, HK, ÍBV 1, ÍR, Selfoss, Stjarnan, Valur 1, Víkingur og Þróttur Vogum.

Í pottinum kvennamegin eru: Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Fylkir, Haukar, HK, ÍBV 1, ÍBV 2, ÍR, KA/Þór, Selfoss, Stjarnan og Valur. Dregnar verða 7 viðureignir en lið Gróttu situr hjá.