Á morgun fimmtudag, 23.október, verður dregið í 32 liða úrslitum karla og 16 liða úrslitum kvenna í Coca Cola bikarnum.

Skrifað verður jafnframt undir nýjan samstarfssamning við Vífilfell til þriggja ára.

Í pottinum hjá meistaraflokki karla eru: Afturelding, Akureyri, FH, Fjölnir 1, Fjölnir 2, Fram, Grótta, Haukar 2, HK, ÍBV 2, ÍH, ÍR, KR 1, KR 2, Selfoss, Stjarnan, Valur, Víkingur og Þróttur. Liðin sem sitja hjá eru Hauka 1, ÍBV 1 ásamt 9 síðustu liðunum úr pottinum. Leiknar verða 5 viðureignir í 32 liða úrslitum karla og verða þær leiknar 9./10. Nóvember nk.

Í pottinum hjá meistaraflokki kvenna eru: Afturelding, FH, Fjölnir, Fram Fylkir, Grótta, Haukar, HK, ÍBV 1, ÍBV 2, ÍR, KA/Þór, Selfoss og Stjarnan. Liðið sem situr hjá er Valur. Leiknar verða 7 viðureignir í 16 liða úrslitum kvenna og verða þær leiknar 11./12. Nóvember nk.

Bikardrátturinn fer fram í hálfleik á leik Aftureldingar og HK sem hefst kl.19.30 en leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV Íþróttir og verður sýnt þar frá drættinum og fjallað um hann.