Í kvöld var dregið í 16 liða úrslit kvenna og 32 liða úrslit karla í Coca Cola bikarnum. Jafnframt var skrifað undir samstarfssamning við Vífilfell til næstu þriggja ára en keppnin mun áfram bera heitið Coca Cola bikarinn.

Liðin sem mætast í 16 liða úrslitum kvenna eru: Fram-Grótta, Fjölnir-Fylkir, HK-KA/Þór, Afturelding-ÍR, ÍBV2-Haukar, FH-Selfoss og Stjarnan-ÍBV. Íslandsmeistarar Vals sitja hjá. Viðureignirnar í 16 liða úrslitum kvenna verða leiknar 11./12. nóvember nk.

Í 32 liða úrslitum karla mætast: Grótta-ÍR, Selfoss-Valur, KR2-Víkingur, Fjölnir2-Fram og ÍH-Afturelding. Þar sitja hjá Akureyri, FH, Fjölnir, Haukar, Haukar 2, HK, ÍBV, ÍBV2, KR, Stjarnan, Þróttur. Viðureignirnar í 32 liða úrslitum karla verða leiknar 9./10. nóvember nk.