Nk. fimmtudag, 20.nóvember, verður dregið í 16 liða úrslitum karla í Coca Cola bikarnum.

Í pottinum verða: Afturelding, Akureyri, FH, Fjölnir, Fram, Grótta/ÍR, Haukar 1, Haukar 2, HK, ÍBV 1, ÍBV 2, KR, Stjarnan, Valur, Víkingur og Þróttur.

Bikardrátturinn fer fram í hálfleik á leik Hauka og FH sem hefst kl.20.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV Íþróttir og verður sýnt þar frá drættinum og fjallað um hann.