Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru staddir í Póllandi en þar spila Pólland, Makedónía, Chile og Túnis um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum í Ríó.

Ingvar Guðjónsson hélt til Luxemborgar ásamt Færeyingnum Eydun Samuelssen, en þar dæmdu þar leik landsliða Luxemborg og Finnlands í gærkvöldi.

Þá er Guðjón L. Sigurðsson eftirlitsmaður á leik ungversku kvennaliðanna Györi Audi ETO KC og  FTC-Rail Cargo Hungaria í 8-liða úrslitum í meistaradeild Evrópu.