Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson sóttu dómaranámskeið hjá EHF í Drammen í Noregi um nýliðna helgi.

Þar stóðust þeir bæði skrifleg og verkleg próf með glans og útskrifuðust í framhaldinu sem EHF dómarapar.

Þeir Sigurður og Svavar hafa víðtæka reynslu hér heimafyrir og hafa dæmt bæði úrslitum bikarkeppninnar og úrslitakeppni deildarkeppninnar. Svavar hefur auk þess reynslu af Evrópudómgæslu (m.a. EHF Champions League) með sínum fyrrverandi félaga í dómgæslunni, Arnar Sigurjónssyni.

HSÍ óskar þeim félögum til hamingju með árangurinn og óskar þeim góðs gengis í Evrópudómgæslunni.