Nóg er um að vera hjá dómurum og eftirlitsmönnum HSÍ þessa dagana en auk verkefna hér heima eru þeir einnig á flakki um Evrópu en hér að neðan má sjá upptalningu á verkefnunum þessa helgina erlendis.

Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson verða dómarar á leik RK Krim Mercator og HCM Baia Mare í Meistaradeild kvenna en leikið verður í Ljubljana föstudaginn 16.október.

Ingvar Guðjónsson ásamt félaga sínum Eydun Samuelsen frá Færeyjum verða dómarar á leik Pölva Serviti og Pfadi Winterthur í EHF keppni karla en leikið verður í Polva laugardaginn 17.október.

Kristján Halldórsson verður eftirlitsmaður á leik FC Midtjylland og Hypo Niederösterreich í Meistaradeild kvenna en leikið verður í Ikast sunnudaginn 18.október.