Dómarar | Nýtt EHF dómarapar

EHF hefur veitt þeim Þorvar Bjarma Harðarsyni og Árna Snæ Magnússyni réttindi til að dæma á vegum EHF í alþjóðlegum keppnum. Þeir hafa dæmt undanfarin ár við góðan orðstír í deildunum hér heima og vonandi fá þeir fljótlega stærri verkefni erlendis á vegum EHF.

Árni og Þorvar eru þriðja dómaraparið á Íslandi sem hlýtur EHF réttindi en hin eru dómarapörin Svavar Ólafur og Sigurður Hjörtur og Anton Gylfi og Jónas.

HSÍ óskar Þorvar Bjarna og Árna Snæ til hamingju með viðurkenninguna.