Janúarfundur dómara var haldinn í gærkvöldi.

Þar var farið yfir frammistöðu á fyrri hluta tímabilsins, þá hluti sem hafa gengið vel og hvað má bæta. Tekin voru skrifleg próf og komið inná áherslur fyrir seinni hluta tímabilsins.

Til viðbótar við þær áherslur sem lagt var upp með í haust verður einnig bætt við áherslum á 16-9 (viðbótarrefsingar). Þjálfarar og leikmenn eru beðnir um að kynna sér hana í
reglubók.

Sérstök ánægja er meðal dómara með gott samstarf við þjálfara í deildunum, þar sem unnið hefur verið myndbrot úr leikjum og hafa samskipti við þjálfara verið til fyrirmyndar í þeim efnum.