Laugardaginn 27. febrúar verður haldinn í Reykjavík árlegur fundur yfirmanna dómaramála á Norðurlöndunum. Á dagskrá fundarins er m.a. menntun dómara, notkun hjálma, reglubreytingar næsta sumar ásamt fjölmörgu öðru. Þess má geta að Dragan Naschevski yfirmaður dómaramála EHF mætir á fundinn. Það er Guðjón L. Sigurðsson formaður dómaranefndar HSÍ sem situr fundinn fyrir hönd Íslands.

Auk þess að funda um dómaramál gefst fundargestum kostur á að fylgjast með úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins í Laugardalshöll og sjá þar okkar fremstu dómarapör dæma stærstu leiki ársins í íslenskum handbolta.