Dómarar | Anton og Jónas dæmdu viðureign Rússlands og Litháen í F-riðli

Evrópumótið í handbolta hófst í dag en mótið er að þessu sinni haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Það er ekki bara íslenska landsliðið sem er meðal þátttakenda en íslenskir dómarar verða einnig í eldlínunni.

Dómaraparið góðkunna, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu í kvöld leik Rússlands og Litháen í F-riðli en leikið var í Kosice í Slóvakíu.

Þetta er annað Evrópumótið sem þeir dæma saman á en Anton Gylfi hafði áður dæmt á EM 2012. Það er mikill heiður fyrir íslenska dómara að eiga fulltrúa á mótinu og eiga þeir Anton og Jónas eflaust eftir að vera landi og þjóð til sóma.