IHF tilnefndi nú um helgina dómara á Ólympíuleikana í Ríó í sumar.

Það er mikið gleðiefni að segja frá því að okkar fremsta dómarapar, þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru í þessum hóp. En þeir hafa félagar hafa lengi haft það markmið að komast á Ólympíuleika og má segja að sá draumur sé nú að rætast.

HSÍ óskar þeim Antoni og Jónasi til hamingju með tilnefninguna.