Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru komnir til Doha í Qatar, þar dæma þeir í undankeppni Asíu fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Tveir riðlar auk úrslitaleikja eru spilaðir í Doha næstu tvær vikurnar og hefja þeir Anton og Jónas leik í dag þegar Óman og Íran mætast.

Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson eru í Frakklandi og dæma á morgun leik Fleury Loiret Handball og Thuringer HC í meistaradeild kvenna. Þeir verða svo aftur á ferðinni síðar í mánuðinum, því þann 25.nóvember dæma þeir leik Frisch Auf Göppingen og Górnik Zabrze í EHF keppni karla.